Þitt álit
Alveg hreint frábær sýning í alla staði og höfðaði alveg jafn mikið til okkar foreldrana eins og unglingana. <br />
Sýningin vekur upp flotta umræðu milli unglinga og foreldra og mæli ég því að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta með unglingnum sínum.<br />
<br />
Kærar þakkir fyrir okkur :o)
 
Dagsetning: 02 nóvember 2011
Sent inn af: Hafdís
Fyndin, skemmtileg og fræðandi sýning. Mig langar bara ekkert að koma nálægt dópi eftir að hafa séð þetta :D
 
Dagsetning: 01 nóvember 2011
Sent inn af: Steinunn Björg Hauksdóttir
Vil þakka fyrir frábæra sýningu. Góð fræðsla sem mér fannst ná mjög vel til unglinganna. Mér og syni mínum fannst þessi sýning mjög áhrifamikil og hafa gott forvarnargildi. Takk :)
 
Dagsetning: 01 nóvember 2011
Sent inn af: Andrea
Alveg hreint stórgóð sýning. Rosalega fyndin og alveg jafn mikið fyrir okkur foreldrana eins og börnin. Finnst þetta vera jákvæð þróun í þessum málefnum sem skipta okkur öll miklu máli. Væri alveg til í að sitja þessa sýningu aftur.

Takk fyrir okkur

Kveðja Hulda Ósk og Dagný Dröfn
 
Dagsetning: 01 nóvember 2011
Sent inn af: Hulda Ósk Jónsdóttir
Mér fannst þessi sýning allveg mögnuð og sérstæklega byrjunin. Það er allveg ótrúlegt hversu lýsingarnar og allar þessar staðreyndir eru hreint út sagt ótrúlegar og ógeðslegar. Mér fannst þetta allt mjög vel leikið og frásagnirnar vel settar saman. Að lokum vil ég bara segja takk fyrir mig og vonandi hafa einhverjir lært eitthvað af þessu og haft gaman af! ;-)
 
Dagsetning: 01 nóvember 2011
Sent inn af: Jón Gunnar Stefánsson


Senda komment
* reiti þarf að fylla út.
Nafn:*
Email:*
Security Code:
Skrifaðu kommentið þitt hér að neðan:*

 

Powered by RS Web Solutions

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

Styrktaraðilar