Komment
Takk fyrir sýninguna.<br />
<br />
Ég skildi ekki atriðið með rauðu nefin ? var verið að taka á einelti ? eða voru þetta vinirnir sem alltaf vita best og mest ? <br />
<br />
Útskýringar voru mjög góðar, sem stundum vantar í umfjöllun um eiturlif, varðandi þunglyndið og hvernig gleðin hverfur frá fólki, og kemur ekki auðveldlega aftur. <br />
<br />
Konan mín og ég höfu alð upp 4 stúlkur og sú yngsta byrjaði í MH í haust. Eftir foreldarastarfið í grunnskóla er alltof mörgum börnum skotið með teyjubyssu út í lífið eftir 10. bekk. Sem betur fer er foreldrastarf í framhladsskólum. Ég er þeirrar skoðunnar að varasamt sé að blanda saman í sama skóla, með sameiginlegt nemendafélag, börnum undir og yfir 18 ára aldri. Það er ekki góð blanda og kippir fótunum undan mörgum foreldrum og börnum sem takast á við jafnvægi barnsins, sem fær og fær ekki að taka þátt í leikjum "fullorðinna" sem stjórna nemendafélaginu.<br />
<br />
Tvær af dætrum mínum 19 og 18 ára fóru á erveifs Samkv. heimasíðu þeirra er aldurstakmark inn á tónleika sem þau standa fyrir 20 ár. Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá voru nokkrir framhladsskólar í vetrarfríi um sama leiti. Engar athugasemdir voru gerðar í miðasölu erveifs varðandir aldur og kom það dætrum mínum á óvart þegar ég sagði þeim frá aldurstakmarkinu. Við ræddum þetta hér á heimilinu því nokkrum vinkonum dætra okkar var vísað frá eftir að hafa staðið langna tíma í biðröð. Niðurstaðan okkar var þessi; að þeir sem hafa ekki "öldurhúsa aldur" eiga að hafa annan lit á sínum armböndum þannig að þeim sé ekki selt áfengi en hafi þó aðgang að músikinni. Dætur okkar komust klakklaust frá þessari hátíð þó litlu hafi munað í troðningi framanv við Nasa eitt kvöldið, og af lýsingu að dæma var það var ekkert annað en heppni að engin tróðst undir. Dóttur minni tókst að reysa stúlku upp sem var bókstaflega fótum troðin. Ég skrifa ykkur þessa hugleiðingu því ég hef trú á því að þeir sem starfa að forvarnarmálum geti betur komið skilaboðum til stjórnenda "hátíða" um það hvernig hægt er eða flétta saman ólíkum aldri og skemmtun. <br />
<br />
En nóg um þessar vangaveltur. Sýningin ykkar vakti mjög miklar tilfynningar í brjósti mér, sem hef varið hálfri ævinni í barna og unglinga uppeldi. Árvekni mín var vakinn. <br />
<br />
<br />
<br />
<br />
 
Dagsetning: 25 október 2011
Sent inn af: Guttormur Björn Þórarinsson
VÁ mér fannst þetta alveg fráááábær sýning! Bæði var hún sjúklega fyndin og maður lærði líka rosalega mikið af henni, algjör snild bara! Takk kærlega fyrir mig :-)
 
Dagsetning: 24 október 2011
Sent inn af: Erna Kanema
Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fræðandi.Ég ættla alldrei að drekka,reykja,dópa eða sprauta mig í lífinu ég ættla að lifa góðu lífi og það er markmiðið mitt
 
Dagsetning: 24 október 2011
Sent inn af: Sara Ólafsdóttir
Rosalega flott sýning hjá ykkur. Maður getur ekki hætt að horfa, held að unglingar taki þetta betur til sín með leikriti heldur en leiðinlegri power-point sýningu, ef þið skiljið hvað ég meina. Frábærlega vel gert. Þessi kassi sem þið voruð með var algjört æði. Ég ætla sko sannarlega að segja krökkum úr öðrum skólum að kíkja á þetta. Hafði aldrei hugsað útí að byrja að neyta fíkniefna né áfengis, ætla að spara áfengið eins lengi og ég get. Er langt frá því að vera einn af þessum unglinum sem halda að menntaskóli snúist um að byrja að drekka og vera t.d full/ur á busaballinu sínu og vakna svo kannski í húsi hjá eitthverjum strák/stelpu sem þú þekkir ekki neitt. Enda er ég sjálf á fullu í körfubolta og enginn tími fyrir drykkju- né fíkniefnaneyslu. Til hvers að eyðinleggja líf sitt fyrir svona óþverra, ég bara spyr?
Enn og aftur, frábær sýning. Takk fyrir mig.
 
Dagsetning: 11 október 2011
Sent inn af: Margrét Ósk
Hæhæ, mig langaði bara að þakka fyrir sýninguna sem ég fór á í kvöld. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vakti mig til umhugsunar. Ég ætla ALDREI að nota dóp og ég ætla heldur ekki að skemma í mér lungun með reykingum. Mér finnst mögnuð en ógeðsleg sagan að dópistanum sem át upp æluna og ég ætla aldrei að verða þannig. Ég ætla heldur ekki að drekka fyrr en um tvítugt því ég skemmti mér bara konunglega með vinkonum mínum án þess að drekka...við segjum alltaf að við séum nú nógu vitlausar fyrir. Við skemmtum okkur vel án þess :)
Takk bara kærlega fyrir frábæra sýningu.
Kveðja Alexandra, 13 ára :)
 
Dagsetning: 10 október 2011
Sent inn af: Alexandra Björk Guðmundsdóttir


Senda komment
* reiti þarf að fylla út.
Nafn:*
Email:*
Security Code:
Skrifaðu kommentið þitt hér að neðan:*

 

Powered by RS Web Solutions

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Mér fannst alveg ógeðslega fyndið þegar það var verið að pirra og stríða Ævari þetta er án efa skemtilegasta fræðsla sem ég hef tekið þátt í

Freyr

Styrktaraðilar