Argout Film

AF HVERJU VAR RÁÐIST Í GERÐ MAYBE I SHOULD HAVE?

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Gunnar Sigurðsson leikstjóri fór í heimsókn til Lilju Skaftadóttur og Leonardo á heimili þeirra í Frakklandi. Þar sátu þau Gunnar, Lilja og Leonardo maðurinn hennar Lilju og spjölluðu um atburðarásina hérna heima og hversu mikil spillingin væri sem hefði fengið að grassera hérna áratugum saman

Í hópinn bættust franskir vinir Leonardo´s og Lilju sem höfðu mikinn áhuga á því að fá að vita hvað það var sem varð til þess að svona lítið land fékk svona stóran skell. 
Eftir miklar bollaleggingar voru þau á einu máli. Það vantaði að setja hlutina í samhengi og besta leiðin til þess væri að búa til heimildarmynd.
Þegar Lilja og Gunnar komu aftur heim til Íslands var strax ráðist í hugmyndavinnuna og strax í kjölfarið settust þau niður við að finna fólk til að vinna með sér að myndinni.

Gunnar og Lilja kynntust í kjölfar hrunsins og þannig kynntust þau líka Herberti Sveinbjörnssyni og Heiðu B Heiðars.
Þeim fannst liggja beinast við að fá fólk með sér sem hafði áður staðið með þeim í ströngu þannig að þau hóuðu í þau tvö. Nánast allir sem voru kallaðir til við að vinna lítil sem stór verk við myndina kynntust eftir hrun

Í myndinni gengur Gunnar á milli útrásarvíkinga, stjórnmálamanna, fjölmiðlafólks og venjulegs fólks í hinum ýmsu stöðum og biður um útskýringar. Þessi þörf hans fyrir svör leiðir hann til Lundúna, New York, Washington og Tortola.

Svörin og útskýringarnar eru eins misjöfn og  viðmælendurnir eru margir. En flestir eru þó  sammála um að svokallaðir lykilmenn þjóðarinnar brugðust algerlega.