Argout Film

VELKOMIN Á HEIMASÍÐU HEIMILDARMYNDARINNAR MAYBE I SHOULD HAVE

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Myndin var frumsýnd 20.janúar og fékk frábærar viðtökur - Hér á eftir fara umsagnir nokkurra aðila um Maybe I Should Have

"Nýju fötin keisarans í nýjum búningi" - Pressan - Bryndís Schram

Smelltu á linkinn fyrir ofan til að lesa alla rýni Bryndísar. 

"..... En hvernig fer Gunnar að því að halda athygli okkar óskertri í tæpa tvo tíma, meira að segja þannig, að salurinn veltist um af hlátri oftar en einu sinni?

Skýringin er sú, að hann nálgast efnið eins barnið í dæmisögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans. Sjálfur er Gunnar fórnarlamb hrunsins - gjaldþrota Íslendingur - sem vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið.
Einmitt þess vegna spyr hann einfaldra spurninga. Leit hans að svörum vítt og breytt um heiminn - í fjármálamiðstöðvum í London, New York og Luxemburg  - og frá Reykjavík til Berlínar, afhjúpar hann þann einfalda sannleika, að keisarinn er klæðlaus, að hinir rómuðu fjármálasnillingar voru í reynd grunnhyggnir aular, sem sjálfir voru leiksoppar afla, sem þeir hvorki skildu né réðu við"

"Skörp og skemmtileg mynd" - Pressan - Ólafur Arnarson

 

Smeltu á linkinn fyrir ofan til að lesa alla rýni Ólafs

"Því fer fjarri, að Gunnar leggist í volæði og sjálfsvorkunn. Myndin er stórskemmtileg frá fyrsta ramma og skemmtilega upp byggð. Segja má að Gunnar feti að vissu leyti í fótspor Michaels Moore. Rauði þráðurinn í myndinni er leit Gunnars að peningunum, sem töpuðust í hruninu. Það þarf engum að koma á óvart að leitin beinist fyrst og fremst að Icesave peningunum, sem gufuðu upp"

 

"Maybe I Should Have- Upphaf nýrrar byltingar - Miðjan

Smelltu á linkinn fyrir ofan til að lesa alla rýni Miðjunnar

"Mynd Gunnars Sigurðssonar Maybe I should have var frumsýnd í gær fyrir troðfullum sal í Háskólabíói og góðar líkur verða að teljast á því að hún muni slá í gegn. Hún er ekki ólík þeim myndum sem Michael Moore hefur gert vestanhafs um bandarískt samfélag, en hefur það fram yfir flestar þeirra að Gunnar er mun trúverðugri (einkum vegna eigins hlutskiptis) auk þess að standa okkur nærri "