Argout Film

MAYBE I SHOULD HAVE

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

 

FRÁSÖGN AF EFNAHAGSUNDRINU ÍSLANDI

Það er undalegt að vakna einn morgun í vestrænu velferðaríki og þurfa að átta sig á því að öll tilvera manns var byggð á sandi. Allar áætlanir sem sneru að því að vera maður meðal manna, eiga heimili, eiga möguleika og hafa trygga atvinnu eru orðin nánast að engu.

Jú vinir og fjölskylda, það verðmætasta, eru sem betur fer á sínum stað.

Allt annað er í raun horfið eða á góðri leið með að hverfa. Fjárhagurinn í rúst, vinnan ótrygg, stóru tækifærin orðin að engu, bankar ekki lengur þau traustu fyrirtæki sem maður hélt, stjórnvöld rúin trausti og tilveran öll einhvern veginn orðin frekar ótraust.

Maður fyllist óöryggi og verður hræddur. Nákvæmlega við hvað veit maður ekki. 
En er ekki bara eðlilegt að verða hræddur þegar tilveru manns er ógnað með jafn ógnvekjandi hætti?

Fótunum er kippt undan okkur sem þjóð og við rennum stjórnlaust niður straumþungar flúðir. Komin í  "river rafting" sem enginn pantaði né sóttist eftir að komast í. Við hömumst við að halda hausnum yfir vatnsborðinu og enginn svo mikið sem kastar til okkar björgunarhring né lætur okkur vita að hjálp sé á leiðinni.

Engar upplýsingar að fá. Stjórnvöld og stofnanir fara undan í flæmingi.
Allir láta eins og um náttúruhamfarir sé að ræða.

En þetta eru ekki náttúruhamfarir þetta eru allt mannanna verk.

Og mitt í öllum þessum látum sér maður drauma sína fjara út og gerir sér um leið grein fyrir því að draumar allra Íslendinga eru í raun að fjara út.
Við sem þjóð verðum í einum vetfangi að þjóð sem enginn vill þekkja né eiga samskipti við. Erum ekki lengur "in", og ekkii "klárust", hvorki miðað við höfðatölu né nokkra aðra viðmiðun. Orðið "Ísland" er orðið hálfgert skammaryrði og á hryðjuverkalista, langur vegur frá því að vera orðuð við fegurð, kjark og áræðni.

Myndin "Maybe I Should Have" fjallar um leitina að svörum