Hvað er skemmtifræðsla?

skemmtiHvað ef - skemmtifræðsla er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira.

Markmiðið  er að sýna unglingum fram á að þeir hafi val, og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri  atburðarás. Það að segja já við E-pillu getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu.

Nánari upplýsingar um markmið er að finna hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Hæj, =) þetta var mjög gott leikrit, mjög góð hugmynd til að fræða okkur unglingana. Mér fannst þetta koma mér aftur á role, eftir allt það sem ég er búinn að fara í gegnum, náði ég að horfast við þennan ótta, og ég varð mjög glaður og hamingjusamur eftir á semsag í vor og í sumar var það besta... en þegar skólin byrjaði aftur... að byrja í 10unda bekk er allt orðið svo alvarlegt, Kærasta mín kann að halda einbeindingu, og ég líka ef ég vil.. og ég vil þetta ég vil góðan skóla og etc and everything, eins og allir. málið er, " I'm an easy target " fyrir kennarana, sumir kennarar bitna reiðini á mig mjög alvarlega... og ég er búinn að tala við skólastjóran.. og ég er voða viðkvæmur maður..en ekki rass er að gerast, ...

Róbert sölvi sigvaldason

Styrktaraðilar

<