Leikritið Hvað ef?

Í október 2005 var í Hafnarfjarðarleikhúsi frumsýnt verkið HVAÐ EF, í verkinu er á skemmtilegan og uppbyggjandi hátt settar fram upplýsingar um hættur fíkniefna og afleiðingar af notkun þeirra auk þess er fjallað um ýmsa fylgifiska fíknar eins og einelti, sjálfsmorð, ótímabærar þunganir og þunglyndi. Frá frumsýningu og fram á daginn í dag hafa verið sýndar um 290 sýningar fyrir 36.000 ungmenni og 4.000 foreldra.

Í sýningunni er notast var við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu á vímuefnavanda sem steðjar að ungu fólki og á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna. Unglingum er sýnt fram á að þeir hafa val og að margar saklausar ákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri atburðarás. Það að segja já við E-pillu getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu.

Verkið hefur vakið athygli víða og hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó, Hofi Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum, Akranesi og Vestmanneyjum

Verkið verður sýnt mánudaginn 30 nóvember í Eldborg í Hörpu kl. 09.00 og 11.00 og nú þegar er fullt á þessar tvær sýningar og sett hefur verið upp aukasýning kl. 17.30 þar sem foreldrum gefst kostur á að mæta með unglinum sýnum í boði Íslandsbanka

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

Hvað segja sýningargestir?

frábær sýning í alla staði, mæli með þessu hiklaust! :D

Helgi Freyr

Login Form

Styrktaraðilar

<