Einstaklingsatlot

Höfundar lags: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Óli Rúnar Jónsson
Höfundur texta: Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Góðan daginn
Takk fyrir síðast
Þú mannst kannski ekki eftir mér
Ég kom í partý
Drapst upp í rúmi
Vaknaði með þér oná mér

Það skiptir engu
Úr þessu
Hver var hvurs hver vildi hvað
Óska þér
Til hamingju
Þú komst upp á dauðan mann

Villidýr - Veiða lifandi bráð
Hræætur og pöddur nærast á því sem aðrir hafa ekki áhuga á
Og þú ert ein af þeim.
Og þú ert ein af þeim.
Og þú ert ein af þeim.
Þú ert ein af þeim.

Hvernig var ég?
Fékkstu fullnægingu?
Það fór alveg framhjá mér.
Vona samt þú hafir
Losað um spennu
Og líði eitthvað skár en mér.

Villidýr....

Þú ert ein af þeim ...

Ég fór í tékk,
Það er allt í lagi,
Svona fræðilega séð
Og skil svo vel
Þína stöðu
Hver sefur viljandi hjá þér?

Villidýr ...

Og þú ert ein af þeim ...

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Hæ !<br /> Ég fór á síðustu sýninguna ykkar á Akureyri og hún var ekkert smá flott, snerti mig rosalega því ég þekki allt of marga sem mér þykir vænt um sem hafa farið út í þetta rugl :(<br /> Ég var bara að spá hversu mikið áfengi maður þarf að drekka til að það fari að valda einhverjum skaða. T.d. er í lagi að drekka kannski hálfan bjór eða eitthvað?<br /> Takk fyrir frábæra sýningu og fræðslu !<br /> Sonja =]

Sonja Rún

Styrktaraðilar

<