Einstaklingsatlot

Höfundar lags: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Óli Rúnar Jónsson
Höfundur texta: Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Góðan daginn
Takk fyrir síðast
Þú mannst kannski ekki eftir mér
Ég kom í partý
Drapst upp í rúmi
Vaknaði með þér oná mér

Það skiptir engu
Úr þessu
Hver var hvurs hver vildi hvað
Óska þér
Til hamingju
Þú komst upp á dauðan mann

Villidýr - Veiða lifandi bráð
Hræætur og pöddur nærast á því sem aðrir hafa ekki áhuga á
Og þú ert ein af þeim.
Og þú ert ein af þeim.
Og þú ert ein af þeim.
Þú ert ein af þeim.

Hvernig var ég?
Fékkstu fullnægingu?
Það fór alveg framhjá mér.
Vona samt þú hafir
Losað um spennu
Og líði eitthvað skár en mér.

Villidýr....

Þú ert ein af þeim ...

Ég fór í tékk,
Það er allt í lagi,
Svona fræðilega séð
Og skil svo vel
Þína stöðu
Hver sefur viljandi hjá þér?

Villidýr ...

Og þú ert ein af þeim ...

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Góðan dag, ég hef því miður ekki séð sýninguna hjá ykkur. Mér finnst þetta frábær leið til að ná til krakkanna og skilur alveg örugglega eftir sig ýmislegt, sem þau taka síðan heim með sér. Eruð þið nokkuð á leið norður með þessa sýningu? Eða í einhver nágrannasveitafélögin við Akureyri? Ef svo er, þá myndi ég vilja á einhvern hátt að unglingarnir hér í mínum bæ hefðu tækifæri til að sjá þetta. Eins og þið segið, þá er komin ný kynslóð síðan þið sýnduð þetta 2007, og ekki veitir af að sýna þeim fram á slæmar afleiðingar af t.d. kannabis neyslu. Mörgum unglingum finnst allt í lagi að reykja kannabis og gera sér ekki grein fyrir skaðseminni. Takk fyrir !

Lilja

Styrktaraðilar

<