Hvað ef?

 Söngvarar: Ævar Þór Benediktsson, Ólöf Jara Skagfjörð, Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur lags og texta: Valgeir Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Hvað ef hætti sól að vekja sérhvern dag?
Hvað ef nóttin dytti niður, fengi slag?
Hvað ef augun allt í einu hættu’ að sjá?
Hvað ef hjartað gæfist upp á því að slá?
Hvað ef hefði ég ekki sagt þetta’ eina orð?
Hvað ef prúð við sætum öll við sama borð?
Hvað ef ekki þýðir neitt um neitt að fást?
Hvað ef ekki er til þessi eina sanna ást?

Hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér,
hvað ef hefði ég bara hugsað lengra hér?
Hvað ef hefði ég verið, hvað ef hefði ég verið,
hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér?

Hvað ef hefði ég verið, hvað ef hefði ég verið,
hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér?

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Ég vildi bara koma því á framfæri að mér fannst þessi sýning æðisleg í alla staði. Fannst svo líka brellurnar ykkar æðislegar svo fannst mér líka æðislegt hvernig þið náðuð að tala um svona viðkvæmt mál með húmornum ykkar :) !!!!!!!!! Ólöf Jara þú ert rosalega góð stelpa og góð fyrirmynd og eftir þessa sýningu er ég svo sannarlega komin með nýja fyrirmynd. http://www.youtube.com/watch?v=9MAClatdDOU OG ÆVAR ÞÚ ERT FYNDNASTI MAÐUR SEM ÉG VEIT UM ÉG VAR ALLVEG Í HLÁTURSKASTI ALLAN TÍMAN OG ÞÚ RAPPAR BETRI EN ERPUR. Gummi þú ert snillingur, bara hreinn snillingur ! mér finnst eins og allir skólar ættu að kíkja á þessa FRÁBÆRU sýningu og veit að allir myndu njóta þess !! :-) með bestu kveðju Hlín :-) ...

Hlín Helgadóttir

Styrktaraðilar

<