Ísland í dag

Það er von okkar sem stöndum að “Hvað EF” skemmtifræðslu að þetta verkefni hljóti góðan hljómgrunn hjá þeim sem við leitum til. Svona framtak er ávallt bundið góðvilja fyrirtækja og stofnanna.

Þrátt fyrir þá erfiðleika sem við búum við á Íslandi í dag verðum við að muna að okkar raunverulegi auður er ávallt sú kynslóð sem við ölum af okkur hverju sinni. Aldrei áður í sögunni hafa jafn margir Íslendingar verið hlekkjaðir í viðjar vímuefna og glæpa tengdum þeim. Fleiri og fleiri unglingar og ungt fólk leita aðstoðar vegna vímuefnavanda.
Við trúum að svona skemmtifræðsla sé nýtt, ferskt og nauðsynlegt innlegg í umræðuna um hin fjölmörgu vandamál sem fylgir því að breytast úr barni í  fullorðinn einstakling: einelti, vímuefni, sjálfssköðun, hjarðhegðun, heilbrigða sjálfsmynd, ofl.

Nokkrar staðreyndir:

  • 142 strákar og 95 stelpur yngri en 19 ára voru lögð inn á Vog  á síðasta ári
  • 74% þeirra notuðu  annað en áfengi sem aðal vímuefni.
  • 3,4 prósent af árgangi ’84 höfðu leitað sér hjálpar á Vogi árið 2004. Þá var ekkert þeirra orðið 20 ára.Þetta hefur heldur versnað síðustu ár
  • Unglingar (19 ára og yngri) eyddu samtals 3.173 legudögum á Vogi á síðasta ári
  • Um 160 þeirra neyttu kanabisefna daglega
  • 110 þeirra voru stórneytendur Amfetamíns.
  • Um 50 þeirra voru stórneytendur E-pillunar og 20 þeirra stórneytendur kókaíns.
  • 50 sprautuðu sig reglulega í æð.


Markmið

Markmið verkefnisins er að ná til allra nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu.
Sá háttur er hafður á sölu sýninga að fyrirtæki eða stofnanir kaupa sýningar og bjóða skólum á þær. Skólarnir sjá um að koma nemendum til og frá leikhúsi. Á árunum 2005-2015 hafa verið sýndar 284 sýningar af verkinu fyrir 36000 unglinga og 4000 foreldra

Reynsla af sýningum er mjög góð, foreldrar jafn sem börn hafa haft bæði gagn og gaman af og farið af þeim upplýstari um hættur fíkniefna og þess sem því fylgir.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Besta forvörn sem ég hef fengið. mun aldrei nota vímuefni.

Einar Örn

Styrktaraðilar

<