Draumar

Höfundur lags: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur texta: Ólöf Jara Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Draumar sveima í gegnum huga minn;
fuglar sem þrá að fljúga um himininn.
Alsælan býr mér til draumaheim,
þeytir mér langt út í himingeim.

Kastalar, riddarar
og prinsessa er hallarfangi ófreskjunnar.
Þetta er heimurinn minn. Þetta er tilgangurinn.

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Óttinn smýgur inn í huga minn
Vængbrotnir fuglar fljúga um himininn.

Í kjólinn fór
drekablóð
sem dökkblátt varð að lit
er það rann út í sjó.
Hvar er heimurinn minn? Hver er tilgangurinn?

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Og myndin sem í huga var svo skær
með hverjum degi færist fjær og fjær.

Handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Sæll. Ég hef smá reynslu af þessu og bæði verið í forvörnum og unnið með unglinga á Vogi. Áfengis-og vímuefnaráðgjafi til 8 ára. Frábært leikrit, sérlega vel leikið,( sá fyrri útgáfuna líka.. þessi er betri) og svo frábært að koma með húmor inní þetta. Krakkarnir hinsvegar tengja almennt illa við það að reykja hass eða gras og svo beina leið í sprautuna og ömurlegt líf. Það er bara eitthvað allt önnur tegund af fólki!! Það kannski gefst ekki tími í það.. en það má íhuga það kannski. Krakkar sem reykja gras ætla ekkert annað en það.. það er lausnin frá áfenginu því þau eru svo róleg ef þau reykja. Átta sig ekki á því að þau velja sér ekki félagsskapinn ef þau eru orðin ánetjuð... þau verða valin og ...

Þórdís Davíðsdóttir

Styrktaraðilar

<