Takið þátt í myndbandasamkeppni Hvað Ef? og Íslandsbanka

Hvað Ef? leitar að flottu myndbandi við lagið „Ekki drepa” til að nota í sýningunni sinni. Í boði er frábært tækifæri fyrir bekki/ hópa til að virkja sköpunarkraftinn og skemmta sér í leiðinni.

Gerið Ekki drepa ódauðlegt!

Lagið „Ekki drepa“ má sækja hér! Veljið að hlaða niður (hægri smella með músarhnappnum) til að ná í lagið.

Fyrsta sæti

Dómnefnd sem skipuð er leikurum og leikstjóra Hvað Ef? mun velja besta myndbandið. Vinningshópurinn fær 50.000 kr. peningaverðlaun frá Íslandsbanka auk þess sem myndbandið verður sýnt á sýningunni sjálfri og í þættinum Týnda kynslóðin á Stöð 2. Að auki veitir Íslandsbanki vinningshópnum vegleg verðlaun:
Pizzuveisla ogbíóferð + popp og kók fyrir allan bekkinn (eða allt að 25 manna hóp) ásamt Hvað Ef? bolum.

Vinsælasta myndbandið!

Myndbandið sem fær flest „læk“ á Facebook fær líka pizzuveislu og bíóferð + popp og kók fyrir allan bekkinn (eða allt að 25 manna hóp) frá Íslandsbanka ásamt Hvað Ef? bolum. Það er um að gera að deila og læka sem mest.

Skil á myndböndum í samkeppnina.

  1. Sækið lagið „Ekki drepa“ og gerið við það myndband sem er jafn langt og lagið (eða að hámarki 2 mínútur).
  2. Setjið myndbandið á youtube.  Fyllið út skráningarformið á www.islandsbanki.is/hvadef og gefið upp slóðina á myndbandið
  3. Ef allt hefur gengið vel fyrir sig fáið þið tilkynningu á netfangið ykkar að skráning hafi heppnast.
  4. Skilið myndbandinu inn fyrir 1. mars og fylgist með því birtast á facebooksíðu Hvað ef? Þar getið þið „lækað“ myndböndin og deilt þeim með vinum. (tengill á www.facebook.com/hvadef)
  5. Vinningshafar verða tilkynntir um miðjan mars.
Gangi ykkur vel!
Frekari fyrirspurnir má senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Hér er svo tengill á síðuna hjá Íslandsbanka þar sem hægt er að skila inn myndböndum.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Styrktaraðilar

<