Undirbúningur og eftirvinnsla vegna ,,Hvað ef...?” leiksýningar

Ef skólinn þinn hefur ákveðið að sjá forvarna- og skemmtisýninguna ,,Hvað ef...?” er gott að hafa nokkur atriði í huga. Gott er að undirbúa hópinn fyrir sýninguna og að svara spurningum eða ræða frekar það sem fram kemur í henni eins fljótt og hægt er að sýningu lokinni. Gagnvirk fræðsla með virkri þátttöku nemenda er mun líklegri til að skila árangri.

Undirbúningur fyrir sýningu, t.d.:

  • Kynnið fyrir nemendum hvað er framundan.
  • Spyrjið þá um væntingar til sýningarinnar.
  • Fáið sjálfboðaliða til að taka niður áhugaverða punkta til að ræða.
  • Fáið einhvern/einhverja til að taka eftir hópþrýsting í sýningunni.
  • Hafa samráð við skólahjúkurnarfræðing.
  • o.fl.

Úrvinnsla eftir sýningu:

  • Ef tækifæri gefst, ræðið í tíma hvernig upplifun þetta var.
  • Ræðið t.d. hópþrýsing, hvenig hann birtist og hvernig bregðast má við. Hér er t.d. hægt að styðjast við efni á heilsuvefnum www.6H.is um hamingju og hugrekki í unglingahlutanum, í samvinnu við skólahjúkrunarfæðing.
  • Kannast nemendur við einhver atriðið, er þetta íslenskur raunveruleiki?
  1. Þekkja þau einhvern sem hefur ekið ölvaður?
  1. Þekkja þau einhvern sem hefur slasast alvarlega, jafnvel lamast í bílslysi?
  1. Hafa þau setið í bíl þar sem glannaakstur var?
  • Settu þau sig upp á móti því; þ.e. reyndu að breyta akstri bílstjóra?
  • Til að fá hugmyndir að verkefnu eða spurningum að vinna úr má t.d. benda á námsefni á vef Lýðheilsustöðvar. Þar má m.a. finna sex kennslustundir með spurningum. Efnið má finna á hér.

Gangi ykkur vel.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Hæhæ, mig langaði bara að þakka fyrir sýninguna sem ég fór á í kvöld. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vakti mig til umhugsunar. Ég ætla ALDREI að nota dóp og ég ætla heldur ekki að skemma í mér lungun með reykingum. Mér finnst mögnuð en ógeðsleg sagan að dópistanum sem át upp æluna og ég ætla aldrei að verða þannig. Ég ætla heldur ekki að drekka fyrr en um tvítugt því ég skemmti mér bara konunglega með vinkonum mínum án þess að drekka...við segjum alltaf að við séum nú nógu vitlausar fyrir. Við skemmtum okkur vel án þess :) Takk bara kærlega fyrir frábæra sýningu. Kveðja Alexandra, 13 ára :)

Alexandra Björk Guðmundsdóttir

Styrktaraðilar

<