Argout Film

Á FERÐ OG FLUGI UM HEIMINN

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

tortola Custom.jpgMaybe I Should Have snýst mest um að spyrja spurninga og reyna að kreista fram svör. Hvert, hvenær, hvers vegna og hvernig ... og að sjálfsögðu eltum við peningana, eða a.m.k. gerðum tilraun til þess. Sú leit hefur leitt okkur til London, eyjunnar Guernsey, Luxemborg, Berlínar, Bandaríkjanna og síðast en ekki síst Tortola. En Tortola er ein af eyjunum sem tilheyra eyjaklasanum sem nefnist einu nafni Bresku Jómfrúareyjar. 

Við könnumst flest við nafnið Tortola úr fréttum í tengslum við hrunið en fæst okkar líklega vitað af tilvist hennar fyrir það. Maður gæti ímyndað sér að Tortola væri svolítið í stíl við Las Vegas...nema fjármálafyrirtæki í stað spilavíta. En það er aldeilis ekki rauninn. Tortola er eiginlega frekar "sveitó". Þar hlaupa hænur um göturnar og höfuðborgin heitir Road Town.

 

 

dla  flugvl.JpgSKEMMTILEG FRÉTT SEM HAFÐI ÁHRIF Á FERÐALAG VEGNA GERÐAR MAYBE I SHOULD HAVE

Frá London var ferðinni heitið til eyjarinnar Guernsey í Ermasundi. Tíminn knappur enda átti að stoppa stutt þar til að ná bókuðu flugi til Berlínar. Þar hittu þeir Gunnar og Herbert "snillingana" hjá Transperancy International... en það er önnur og lengri saga.

Það var mikil þoka yfir Guernsey og fluginu þangað frestað um nokkra tíma. Ekki gott mál en af því að þetta er ekki nema 40 mínútna flug voru menn frekar rólegir
Loksins var lagt af stað. Þokunni hafði samt ekki létt nægjanlega til að lenda eftir áætlaðan flugtíma og því hringsólað í einhverja klukkutíma í von um að finna glufu.

Loksins sást glitta í eyjuna og þá átti að skella sér til lendingar. En það hafði einhver farþeginn þurft að bregða sér á salernið og reglum samkvæmt er algjörlega bannað að lenda nema allir séu kyrfilega fastir í sætunum sínum
Þegar farþeginn hafði skilað sér aftur til sætis var glufan farin og ekki um annað að ræða en að fljúga aftur til London og ekkert flogið fyrr en morguninn eftir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá að salernisferð farþegans komst á síður dagblaðsins í Guernsey.