Argout Film

WILLIAM K BLACK

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Black_resized.jpg

William Black er lögfræðingur og sérsvið hans eru svokallaðir hvítflibbaglæpir. Hann er rithöfundur bókarinnar „The Best Way To Rob A Bank Is To Own One"eða „Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann"

Það er væntanlega enginn hissa á því að okkur fannst rétt að reyna að hitta William Blake og spjalla við hann.

Hann er afskaplega upptekinn maður og það var heilmikið pússluspil að finna út tíma og stað sem hentaði miðað við ferðalaga okkar á hans slóðum, Bandaríkjunum. Hann var á ferð og flugi á milli ráðstefna og fyrirlestra og niðurstaðan varð að við fengum að hitta hann í Washington en þar var hann staddur í tvo daga til að sækja ráðstefnu.

Á þessari ráðstefnu var her hagfræðinga líka og Black vildi endilega bjóða þeim að hitta Herbert og Gunna Sig líka. Það endaði með því að þeir fengu boð um að sitja ráðstefnuna og spjalla við nokkra heimsþekkta hagfræðinga.

William Black sterkar skoðanir á því hverjum er um að kenna að það fór sem fór. Og fólk á eftir að sperra eyrun þegar Viðskiptaráð Íslands fær falleinkunn Black´s ..........svo ekki sé harðar að orði kveðið.