Argout Film

SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Sigrun Davids_resized.jpg

Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður og pistlahöfundur RÚV hefur, að öðrum ólöstuðum, unnið hreint frábæra vinnu við að grafa upp heimildir og staðreyndir. Enda eru pistlarnir hennar hver öðrum betri.

Það hafa fáir, ef einhverjir, jafn miklar og greinagóðar upplýsingar um eignir Íslendinga í svokölluðum skattaskjólum víða um heiminn. Það er ekkert íslenskt „félag" skráð á Tortola sem Sigrún veit ekki um...eða annars staðar í heiminum ef út í það er farið.

Sigrún Davíðsdóttir hefur líka grúskað mikið í því sem er kallað kunningjasamfélag sem við búum við hérna á Íslandi og hefur ákveðnar skoðanir um hvaða afleiðingar það hefur haft og mun halda áfram að hafa ef við tökum ekki aðra stefnu í þeim málum

Auk þess að vera einn viðmælandi okkar í myndinni hefur Sigrún  verið einstaklega hjálpleg okkur við vinnslu hennar. Þau eru ófá símtölin og tölvupóstarnir sem hún hefur fengið frá okkur þegar okkur hefur vantað upplýsingar og alltaf hefur hún komið okkur til aðstoða. Við þökkum henni að sjálfsögðu innilega fyrir.

Hún hefur fengið að sjá töluvert af því efni sem verður í myndinni og var hrifin. Hún er búsett í London en ætlar að gera sér ferð til Íslands vera við frumsýningu Maybe I Should Have.