Argout Film

Á FLÓTTA UNDAN SPURNINGUM

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

bjorgvin-sigurdsson_resizes.jpg

Við höfum reynt að fá sem flesta til að ræða við okkur sem okkur finnst að ættu að hafa einhver svör um hvernig svona allsherjar hrun gat átt sér stað.
Svo kallaðir útrásarvíkingar hafa að mestu fengið frið frá okkur. Þeir hafa kannski fengið að segja nóg?
En okkur finnst eðlilegt að sumt af því fólki sem var í lykilstöðum fyrir rúmu ári síðan samþykki að ræða við okkur og svari nokkrum spurningum. Skuldi okkur Íslendingum hreinlega einhver svör.

Þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, hefur ekki samþykkt að koma fram í myndinni. En hann má eiga það að hann hunsaði ekki beiðnina og þrátt fyrir síendurteknar umleitanir þá svaraði hann síma og gaf sér tíma til að segja "takk en nei takk"

Björgvin Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra hefur ekki verið jafn kurteis. Hann fékk tölvupóst og símtal í byrjun nóvember sem hann svaraði og bað um umhugsunarfrest. Síðan þá hafa verið gerðar margar tilraunir til að ná í hann, bæði með síma og tölvupósti. En hann hefur hvorki svarað tölvupóstum né símtölum síðan þá.