Argout Film

HALLDÓR BALDURSSON

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

poster_resized.jpgMAYBE I SHOULD HAVE OG HALLDÓR BALDURSSON SKOPMYNDATEIKNARI

Við sem vinnum við gerð heimildamyndarinnar Maybe I Should Have erum eins og flestir, miklir aðdáendur skopmyndateiknarans Halldórs Baldurssonar. Teikningar  Halldórs lýsa  tíðarandanum alveg ótrúlega vel og okkur  fannst varla hægt að leggja upp í þetta ferðalag án þess að fá Halldór í smá samstarf með okkur. 
Hann var svo almennilegur að leyfa okkur að nota myndirnar að vild. Og við nýttum okkur það svo sannarlega.

Herbert Sveinbjörnsson tökumaður, klippari og snillingurinn okkar, hefur tekið myndir Halldórs og gert úr þeim hreyfimyndir sem sjást hér og þar í myndinni. Fólk sem hefur séð stikluna okkar um upphaf myndarinnar man kannski eftir notkun teikninga Halldórs þar en svo koma þær víðar við hér og þar í myndinni.

Teikningar Halldór skreyta líka þessa heimasíðu Maybe I Should Have og mig langar að vekja sérstaka athygli á því hversu vel hann nær leikstjóranum.
Halldór Baldursson er einn af þessu fólki sem hefur verið einstaklega almennilegur og við þökkum honum kærlega fyrir lánið á myndunum hans