Argout Film

OPINN BORGARFUNDUR

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Borgarafundur_resized.jpgGUNNAR SIGURÐSSON LEIKSTJÓRI OG OPNIR BORGARAFUNDIR

Gunnar Sigurðsson stóð fyrir fjöldanum öllum af opnum borgarafundum síðast liðið ár. Þar voru kallaðir til stjórnmálamenn, talsmenn verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og svo mætti lengi telja. Þeir sátu í pallborði og almenningur fékk tækifæri til að spyrja þeirra spurninga sem heitast brunnu á þeim. 

Í Maybe I Should Have er brugðið upp eftirminnilegum svipmyndum frá þessum fundum. Hver man ekki eftir Þorgerði Katrínu með "allt upp á borðið, undanbragðalaust" og Ingibjörgu Sólrúnu og "þið eruð ekki þjóðin". Þessi ógleymanlegu augnablik ásamt mörgum öðrum eru í Maybe I Should Have