Það er nú ekki margt sem við getum s
agt ykkur um Jón Gnarr sem þið vitið ekki nú þegar.
En við getum lofað ykkur því að með því að fá hann til að koma fram í myndinni fengum við vægast sagt skemmtilega útgáfu á því hvernig hann sér mynstrið í íslensku samfélagi.
Undir „Stiklum" hérna annars staðar á síðunni getið þið séð skemmtilegan bút úr innleggi Jóns Gnarrs í Maybe I Should Have.
Það kæmi okkur ekkert á óvart ef ákveðinn útrásarvíkingur yrði kallaður Jóakim önd eftir að fólk hefur séð myndina.
Jón Gnarr fer á kostum og eins alvarlegt og umfjöllunarefnið er þá eiga hlátrasköllin eftir að glymja í bíó.



