Argout Film

JÓHANNES BJÖRN

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Johannes_resized.jpg

Jóhannes Björn er Íslendingur búsettur í New York. Hann er höfundur bókarinna Falið vald sem kom út 1997 og var endurútgefin á þessu ári enda á hún ekki síður erindi til fólks í dag en þegar hún var skrifuð.

Hann hefur verið gestur Egils Helgasonar í SilfurEgils tvisvar í vetur og greinilegt að Jóhannes Björn hefur átt von á þessum ósköpum lengi. Hann heldur líka út vefsíðunnivald.org og ef þið flettið í gegnum greinasafnið hans rekist þið ekki bara á góðar hugmyndir heldur sjáið að Jóhannes Björn hefur skrifað ógrynni greina sem hefðu átt að segja okkur í hvað stefndi

Að sjálfsögðu vildum við ólm fá hann til að koma fram í myndinni og hittum hann í New York. Auk þess að koma með áhugaverða punkta í myndina þá stjanaði hann við strákana og þvældist með þá um borgina. Þeir kunna honum að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir