Hvað Ef í Eldborg Hörpu 30.nóv.

hvadef harpa 0Hvað Ef? 10 ára og býður ykkur í Hörpu!

Í tilefni afmælisins verða haldnar tvær hátíðarsýningar í Eldborgarsal Hörpu, mánudaginn 30. nóvember.

Hvað Ef? skemmtifræðsla er uppistand fyrir unglinga, foreldra og kennara um mörg þau málefni og freistingar sem ungt fólk stendur frammi fyrir um það leiti sem það breytist úr börnum í fullorðið fólk. Hvað Ef? fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt.

Hvað Ef? í samstarfi við Íslandsbanka og Hörpu býður nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla, foreldrum þeirra og kennurum að koma á hátíðarsýningarnar sem haldnar verða 30. nóvember  kl. 09.00  og kl. 11.00. Sýningin er 60 mínútur. Einungis eru þessar tvær sýningar og því er mikilvægt að tilkynna þátttöku sem fyrst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Fyrstir skrá sig fyrstir fá! fullbókað ! Skólar sjá um að koma nemendum til og frá Hörpu.

Aukasýning kl. 17.30 þar sem foreldrum gefst kostur á að mæta með unglingum í boði Íslandsbanka

Verkið var fyrst flutt haustið 2005 og hefur hlotið einmuna lof unglinga, foreldra, kennara og þeirra sem hafa staðið í forvörnum og fræðslu. Með húmorinn og einlægnina að vopni höfum við einsett okkur að opna umræðuna um raunveruleika ungmenna á Íslandi. Viðtökurnar hafa verið framúrskarandi en um 40.000  nemendur, foreldrar og kennarar hafa séð verkið á þessum 10 árum.

Flytjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson.

Í framhaldi af hátíðarsýningunum verða svo gerðir sjónvarpsþættir byggðir á hugmyndafræði Hvað Ef? sem sýndir verða á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í janúar  2016.

Nánari upplýsingar: Gunnar Sigurðsson, leikstjóri 897 7694 – Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. – hvadef.com

Við þökkum Íslandsbanka fyrir frábært samstarf síðustu 3 ár einnig sjónvarpstöðini Hringbraut og tónleikahúsinu Hörpu fyrir þeirra hlut í að gera okkur kleift að vera með þessar stóru sýningar 30 nóvember Þökkum Þjóðleikhúsi og Tjarnarbíó fyrir frábært samstarf

Hvað ef hópurinn

 

 

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

Styrktaraðilar

<