45.000 manns á Hvað ef?

hvadef harpa 1Skemmtifræðslan „Hvað ef” var sett þrisvar sinnum á svið í Eldborg í Hörpu í gær en nú hafa 45.000 manns séð sýninguna á undanförnum tíu árum. Hvað Ef skemmtifræðslan er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu á skemmtilegan hátt. Farið er yfir staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira. Markmið með sýningunni er að sýna unglingum fram á að þeir hafi vel og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Eftir að síðustu sýningu lauk í gær stigu á svið stelpurnar úr Hagaskóla sem unnu Skrekk á dögunum og vöktu verðskuldaða athygli. Leikararnir sem setja upp sýninguna „Hvað ef?“ eru Kolbeinn Arnbjörnsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Gunnar Sigurðsson sá um leikstjórn.hvadef harpa 2

Á síðustu tíu árum hefur nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu staðið til boða að sækja sýninguna og hafa viðbrögðin verið mikil. Íslandsbanki hefur verið stoltur bakhjarl sýningarinnar síðustu fjögur ár.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Sýningin er bæði sláaandi og skemmtileg og hefur áhrif á unga sem aldna. Umræðan sem hefur skapast eftir sýningar sýnir hversu hugrakkt og opinskátt ungt fólk er i dag. Við hjá Íslandsbanka erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og viljum láta gott af okkur leiða í íslensku samfélagi.“

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

Styrktaraðilar

<