Tveir sýningardagar á Akureyri, 22. og 23. febrúar

akureyri260Nú hefur Íslandsbanki á Akureyri ákveðið að bjóða 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Akureyri og í nærsveitum að koma og sjá sýninguna Hvað Ef? Skemmtifræðsla, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og menningarhúsið HOF. Sýningar verða á skólatíma í menningarhúsinu HOFI þann 22. og 23. febrúar.

Vekjum sérstaka athygli á kvöldsýningum

Sérstakar sýningar kl. 20.00 báða dagana fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa. Geta foreldrar eða félög haft samband við Grétu Kristjánsdóttur, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða Eyrúnu Rafnsdóttur Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að fá nánari upplýsingar.

Hægt er að sjá auglýsinguna hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

Styrktaraðilar

<