Kolbeinn Arnbjörnsson

Kolbeinn

Kolbeinn Arnbjörnsson er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði. Hann lærði myndlist við Verkmenntaskólann á Akureyri áður en hann flutti til Reykjavíkur. Þar kynntist hann Stúdentaleikhúsinu og tók þátt í fjórum sýningum þeirra, sat i stjórn auk þess að taka þátt í öðrum sjálfstæðum leikverkum.

Kolbeinn útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Eftir útskrift hefur hann einbeitt sér að skrifum á sjónvarpsseríu, stuttmyndum, unnið að raddsetningu, leikið í sjónvarpsþáttum og auglýsingum.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

hæhæ :) ég heiti emma og ég kom með skólanum mínum á leikritið til ykkar og langaði bara að segja að mér fannst þetta æðislegt.. mjög fræðandi og eftir þetta þá langar mig bara ekkert lengur til að drekka ( ég viðurkenni það að ég hef drukkið ) þetta leikrit kom mér til að hugsa og já mig langar bara ekki lengur til þess. Mitt markmið í lífinu er að komast í söng og leiklist og langar mig að stefna á það í framtíðinni, ég hef keppt í nokkrum söngvakeppnum núna og vann eina um daginn sem var haldin á Selfossi sem hét Samzel :) en já mig langaði líka að spurja hvort það væri einhver möguleiki að geta fengið eitthvað lítið hlutverk í einhverju leikriti þegar maður er aðeins 15 ára :) er alls ekki feimin og get gert mar...

Sigríður Emma Guðmundsdóttir

Styrktaraðilar

<