Guðmundur Ingi Þorvaldsson

gudmundur_ingi_th

Guðmundur Ingi Þorvaldsson útskrifaðist frá Goldsmiths University of London 2009 með Master í gjörningalist og leikstjórn. Ytra lék hann m.a í sjónvarpsþáttunum Any Human Heart og í myndbandi með Iron Maiden auk þess í nokkrum sviðsverkum í Shunt leikhúsinu. Hann útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskóla Íslands árið 1998.

Hann á að baki hlutverk í um fjörutíu uppfærslum á sviði í atvinnuleikhúsum á Íslandi, um tuttugu í sjónvarp, bíó- og stuttmyndum, fimmtán leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi, fimm hljómplötur með eigin efni auk kennslu, talsetninga ofl.

Árið 2002 stofnaði hann Fimbulvetur ehf sem hefur til þessa dags einbeitt sér að grasrótarverkefnum. Í vetur mun Guðmundur m.a leikstýra tveimur nýjum íslenskum sviðsverkum, einu útvarpsverki, fer með hlutverk Sölva Sölvasonar í Hlemmavídeó hjá Stöð 2, Fjalla- Eyvindi í Norðurpólnum og er að leika í Hvað ef í Þjóðleikhúsinu. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://gudmundurthorvaldsson.blogspot.com/

Viltu senda Guðmundi Inga póst? Smelltu hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Sælir, Kriddz hérna . Vinsamlegast hættið að dreifa lygum um herra Marley, hann prófaði aldrei heróín og finnst mér mjög leiðinlegt og óviðeigandi að þið séuð að dreifa lygum um til samfélagsins um hann bara til þess að hræða ungt fólk um eiturlyfjaneyslu. Engar sannanir eru til um að herra Marley hafi notað slíkan óskunda. Þar með eftir þessa lygi veit ég ekki hvort ég geti trúað neinu af þessari svokölluðu forvarnar sýningu ykkar. Forvarnir eru góðar en ekki ganga of langt með því að beita hræðslu og lygum. - Kriddz

Óánægður Kriddz

Styrktaraðilar

<