Guðmundur Ingi Þorvaldsson

gudmundur_ingi_th

Guðmundur Ingi Þorvaldsson útskrifaðist frá Goldsmiths University of London 2009 með Master í gjörningalist og leikstjórn. Ytra lék hann m.a í sjónvarpsþáttunum Any Human Heart og í myndbandi með Iron Maiden auk þess í nokkrum sviðsverkum í Shunt leikhúsinu. Hann útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskóla Íslands árið 1998.

Hann á að baki hlutverk í um fjörutíu uppfærslum á sviði í atvinnuleikhúsum á Íslandi, um tuttugu í sjónvarp, bíó- og stuttmyndum, fimmtán leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi, fimm hljómplötur með eigin efni auk kennslu, talsetninga ofl.

Árið 2002 stofnaði hann Fimbulvetur ehf sem hefur til þessa dags einbeitt sér að grasrótarverkefnum. Í vetur mun Guðmundur m.a leikstýra tveimur nýjum íslenskum sviðsverkum, einu útvarpsverki, fer með hlutverk Sölva Sölvasonar í Hlemmavídeó hjá Stöð 2, Fjalla- Eyvindi í Norðurpólnum og er að leika í Hvað ef í Þjóðleikhúsinu. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://gudmundurthorvaldsson.blogspot.com/

Viltu senda Guðmundi Inga póst? Smelltu hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Það vantar ykkur alveg sárlega í Framhaldsskólann á Laugar!<br /><br /> Ekki það að það séu allir í vímuefnum, en margir hérna sem gætu hugsanlega verið í hættu. Þó nokkrir sem telja að vímuefni séu ekki svo hættuleg. Mér var sagt á sýningunni þegar ég fór á hana í 10.bekk að þetta ætti að vera sýning árlega í hverjum grunnskóla landsins og í hverjum framhaldsskóla fyrir 1.og 2.árs nema. Samt veit ég um fullt af skólum sem vita ekkert hvað ég er að tala um og hafa aldrei séð þetta. <br /><br /> Mér fannst þetta geggjað leikrit og það náði vel til mín sem og allra í gamla bekknum mínum.<br /><br /> Endilega komið hingað og sýnið þetta í Þróttó!

Þorbjörg Una Þorkelsdóttir

Styrktaraðilar

<